Sonurinn endurheimtur frá Danmörku

Jæja, ég þurfti að bruna út á flugvöll í gærkvöldi að ná í soninn sem var að koma frá Danmörku. Í síðustu viku tilkynnti hann mér, seint um kvöld, að hann ætlaði þangað í eina viku. Drengurinn er 16 ára og búinn að suða í 3 ár um leyfi til að fara. Í þetta skiptið var hann ekki að spyrja, heldur bara að tilkynna þetta. Já já, sagði ég og sagðist ekki geta ákveðið í hvelli hvort hann "mætti" fara, vildi fá betra tækifæri til að ræða um þetta, en það skipti engum togum að áður en ég vissi af, þá var hann búinn að bóka farið og borga það líka! Of seint að segja "nei". Hann lofaði öllu fögru, "mamma treystu mér!", "ég er ekki eins og þú, ég mun koma heim!". Var hann að vísa í þá skömm hjá mér að í æsku lét ég mig hverfa, fór til útlanda og kom ekki með fluginu heim og var "týnd" í heilt ár.

Einhverntímann verður maður að sleppa, og treysta. Þessi börn eru skynsemi, rökhugsun og gáfum gædd, maður getur ekki pakkað þeim inn í bómul og varið þau fyrir lífinu! (Þó ég fegin vildi hlífa öllum börnum mínum fyrir þeim hörmungum sem ég kom mér í þegar ég var ung) En þau eru ekki ég. Það er erfitt að sleppa og treysta og enn erfiðara að "leyfa" þeim að gera sín eigin mistök. Ég held ég verði seint góð í því. 

Það skipti engum togum en að strákurinn kom heill á húfi heim. Ekki búinn að fara til Kristjaníu, ekki búinn að fara í "rauða hverfið", ekki búinn að koma sér í neinn klandur, heldur bara búinn að skemmta sér með frænda sínum! Tívolí, Strikið, tónleikar, ströndin, bara gaman! Mamma getur verið stolt!

Þetta kemur, ég vona bara að ég nái að vera góð mamma þegar á reynir, koma honum til manns á sómasamlegan hátt. Úff, allavega er ég fegin mamma í dag. Strákurinn kom heim, heill á húfi!!

Bæ í bili 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sem betur fer kom hann heim með haus og herðar, fætur og hendur. Ég tala nú ekki um innri  líffæri, hehehe nei ég er að djoka. Auðvitað getum nú treyst þessum ormum annars slagið. 

Kveðja.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband