26.7.2007 | 10:31
Áfram með smjörið.....
Þar sem beðið er með óþreyju eftir bloggfærslu frá mér, verð ég að láta af því verða En lífið þessa dagana snýst aðallega um börnin mín, hundana og ekki má gleyma hvolpinum nýfædda á heimilinu. Hún er ein í goti, sem gerir hlutina flóknari, og algjör prinsessa. Þegar stórar hundategundir eignast bara einn hvolp, vandast málin. Fæðingin er erfiðari, vegna þess að hvolparnir sjá mömmunni fyrir fæðingarhormónum og svo er erfiðara að koma mjólkinni í almennilegt horf, þar sem einungis einn hvolpur er að örva mjólkurmyndun. Með tilliti til hvolpsins, þá er þetta náttúrulega erfitt með tilliti til þess að það vantar systkinin til að hnoðast með, læra af, hluti eins og bithömlun, hversu fast má bíta og allskonar hundamál.
Núna er Eplið okkar búin að opna augun sín. Hún er farin að standa í lappirnar og myndast við að labba á brauðfótunum sínum. Hún sefur mikið ennþá og er ekki farin að skoða heiminn að ráði, þó að ég hafi látið hana upplifa hluti eins og kitl í þófum, að labba á köldu blautu handklæði, snúa upp og snúa niður. Smá svona frum umhverfisþjálfun. Núna er ég að spá í að koma upp "leikherbergi" fyrir hana í kassanum. Tístudót, bangsar til að hnoðast í, mismunandi áferðir og hljóð, hlutir sem rúlla og svona. Vinkona mín ætlar að tékka á gamla ungbarna dótinu sínu, til að athuga hvort það er eitthvað sem ég má fá þaðan. Takk kærlega fyrir það.
Í framhaldinu, þegar Eplið braggast þá ætla ég kannski að reyna að búa til rólu handa henni og smá vegasalt, til að prófa sig á. Vera líka með "heimatilbúna sundlaug, vaðlaug" líka til að venja hana við að busla í vatni. Það er von mín að ég geti örvað þennan hvolp og hækkað hræðsluþröskuldinn hennar upp á framtíðina hennar. Ef hún fer á heimili þar sem metnaður er fyrir tegundinni (Risa Schnauzer), sýningar, hlýðniþjálfun og bronspróf, og jafnvel eitthvað spennandi björgunarsveitastarf ef vill, eða hvaðeina. Þá þarf ég að vera búin að gera mitt besta til að búa hana undir lífið. Svo er von mín að framtíðareigendur hennar fari með hana í skapgerðarmat á tilsettum tíma svo ég fái að sjá hvernig til tekst. Tala nú ekki um eins og að sýna hana nokkrum sinnum líka.
Jamm, sumir halda að ég sé klikkuð, að leggja allt þetta í hund! Þeir gleyma því að maður leggur ýmislegt á sig fyrir börnin sín, þetta er ekki mikið miðað við það. Hundar eru líka eins og börnin manns, afhverju þá að leggja minna í þá? Þetta verða fullgildir fjölskyldumeðlimir sem eiga að funkera með fjölskyldu sinni. Ég er bara að reyna að nota tækifærið og umhverfisvenja hvolpinn minn eins vel og kostur er, á meðan það skilar sér til hans.
Jæja, nóg í bili, þarf að fara að sinna börnum þessa heimilis.
Meira seinna og takk aftur fyrir hjálpina vinkona. Þetta kemur.
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert ekkert voðalega klikkuð !! Bara smá stundum
Guðrún B. (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.