8.11.2007 | 22:40
Sjarmatröllið hún Bella........
Ég varð bara að skella einni mynd inn af dúllunni sem er í pössun og kynni hér með hana Bellu. Hún er af tegundinni Franskur Bulldog og er sjarmatröll. Þvílíka kelirófan og það sem hún dýrkar börn er sjaldgæft. Bara gaman af henni.
Góða nótt góðir hálsar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.11.2007 | 20:05
Þetta kemur allt í ljós.....
Takk fyrir kveðjurnar allir. Já, mér hefndist aðeins fyrir gestaganginn í gær. Í skoðuninni í dag kom í ljós að hornhimnan hafi fengið á sig krumpur og þurfti að "strauja" hana slétta aftur. Svo var settur fleygur í táragöngin líka, til að rakinn frá augndropunum héldist lengur í auganu. Úff. niðurstaðan er samt sú að sjónin er 40% betri en hún var, en nær samt bara upp í 70%, enn sem komið er. Vonandi kemur þetta betur á næstu dögum.
Ekki er á dagskrá að taka hitt augað í svona leiðréttingaraðgerð, enda vandasamt að skera í 3 ára gamalt ör svo vel til takist. Ég held að ég sé samt heppin manneskja að hafa farið úr - 7 og verulega sjónskekkju, niður í -1,25, á sínum tíma. Gleraugun eru því ekki lengur flöskubotnar, heldur bara svona eðlilega nett gleraugu. Ég rígheld samt í vonina að losna alveg við þau með þessari aðgerð. Þó að allt sé enn í móðu og smá bakslagur hafi átt sér stað.
Þessvegna ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili. Allt gengur vel að öðru leyti og mér finnst alltaf gott þegar ég fæ svona daga, sem eru áfalla og uppákomulausir. Bara rólegheit. Þá fæ ég að hlaða batteríin og búa mig undir næstu törn.
Góðar stundir öllsömul, er farin aftur í Lazyboy, með dropa og skíðagleraugu í hvíld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.11.2007 | 19:58
Ég sé!....(allt í móðu)...
Jæja, þá er frúin búin að fara í laserinn. Sé allt í móðu á aðgerðarauganu, sem betur fer er ég með annað ósnert til, annars væri ég sennilega ekki að pikka inn þessa stafi.
Það kemur í ljós á morgun hvernig til hefur heppnast, bíð spennt.
Aldrei þessu vant er ég heima hjá mér þessa dagana, og auðvitað fyllist húsið af gestum á meðan. Bara gaman að því. Núna eru nokkrir gestir í eldhúsinu mínu að borða. Síminn og dyrabjallan stoppar ekki fyrir miðjustrákinn, endalaust verið að spyrja eftir honum, kærastan þar á meðal. Svo eru fleiri gestir á leiðinni til mín. Nóg að gera.
Þessvegna ætla ég að hafa þetta stutt núna. Litla ofnæmis og flogaveikisdúllan er þvílíkt krútt! Hljóðin sem koma frá henni eru óborganleg, og hún eeeeellllskarrrr börn. Eltir litla sjálfstæðismanninn minn á röndum og fagnar allri athygli sem hún fær. Það gengur bara vel með hana.
Chiquita stækkar um miðjuna á hverjum degi, er orðin bara verulega bomm! Gaman að því líka.
Meira seinna....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.10.2007 | 10:26
Aukamont og framtíðarskjálftar....
Mig langaði að setja inn mynd af Afríku, þegar hún varð besti hundur tegundar núna fyrr í mánuðinum. Mér finnst hún standa svo flott á þessari mynd.
Ég veit að ég er montin með hana, en hver getur láð mér það?
Hún er bara yndisleg við allt og alla, fagnar öllum og er góð við alla hunda, finnst bara gaman að leika við stóra, sem smáa hunda. En samt fer hún varlega, passar að meiða engan og sleikir jafnvel varlega. Hún er næm þannig og meðvituð.
Í næstu viku kemur lítil tík í pössun til okkar í nokkra daga. Mun hún vera af tegundinni Franskur Bulldog og er þvílíkur karakter Því miður er hún með alsherjarofnæmi og er flogaveik líka, þannig að öll fjölskyldan verður viðbúin og meðvituð um ástand hennar. En mikið verður gaman að fá hana í heimsókn, ég hlakka bara til.
Önnum mínum er ekkert að ljúka, ég þarf að fara á fullt á eftir og verð á fullu þangað til í næstu viku. En ég ætla að öllum líkindum að taka mér frí á meðan við pössum tíkina, þar sem ég fer sennilega í laseraðgerð á auga þá líka. Ég vona að þá geti ég verið gleraugnalaus í framhaldinu á þeirri aðgerð. Krossum putta, loppur og tær.
Jæja, það þýðir lítið að drolla, bið að heilsa ykkur kærlega og farið vel með ykkur!
Knúsfrámér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.10.2007 | 20:21
Hamingjudagar...........
Ég bara varð að setja inn eina mynd sem ég var að fá senda af henni Saudu, í dag. Hún hefur aldeilis stækkað og dafnað daman! Þvílík lubbalína!! Mér hlýnaði aldeilis um hjartaræturnar við að sjá þessar myndir. Það er svo gott að fá að fylgjast með henni, svona.
Þar sem ég hef ekki haft tíma til að blogga undanfarið, vegna anna, fannst mér líka kominn tími til að koma með eitthvað nýtt, frekar en að láta óskarsræðuna mína standa þarna um ókomna tíð. Hundasýningin er löngu liðin.
Undanfarnar vikur hafa einkennst af vinnu, vinnu og já meiri vinnu. Ég fékk óvænt frí í kvöld og ætla að njóta mín fyrir framan sjónvarpsskjáinn. Búin að bæta fjölskyldunni upp sukkfæðið undanfarið og hafði grænmetiseggjaböku í matinn, hvítlauks og ostabrauð og svo dýrðlegt ávaxtasalat með jurtarjóma í eftirrétt. Nammi namm. Ég er líka búin að standa við markmiðin mín og ná mínum besta mánuði í vinnunni til þessa. Bara nokkuð stolt, sátt og þreytt manneskja þessa dagana.
Það lítur út fyrir að pörunin hennar Chiquitu minnar hafi tekist um daginn, þannig að jafnvel er von á Mini Schnauzer hvolpum í byrjun desember, á heimilinu. Kemur í ljós.
Afsakið elsku bloggvinir mínir að ég hafi ekki haft tíma til að lesa, taka þátt og svara ykkar bloggum undanfarið, en ég er víst á "vertíð" í vinnunni þessa dagana og mun koma til með að bæta ykkur það upp, vonandi bráðum. En törninni minni er samt ekki alveg að ljúka á næstu dögum.....
Vonandi hafið þið það gott elskurnar, ég hugsa mikið til ykkar..............
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
8.10.2007 | 00:58
Þakklæti!! Óskarsræðan mín.....
Takk allir fyrir hamingjuóskirnar, ég er enn á bleiku skýji get ekki annað en viðurkennt það. En ekki get ég tileinkað mér heiðurinn að þessum flotta sýningarárangri, enda er ég svo fordekruð að hafa sýnendur sem sýna fyrir mig. Svo er ég bara svo heppin að hafa eignast svona flott eintök sem þessir hundar eru, get ekki þakkað mér fyrir genatíkina í þeim né fegurð. (Þó að ég hafi nú voða góðan smekk
) En Afríka, eða Fröken Fríkí/ Frú Fríkí eins og við köllum hana oft er án efa einn fallegasti og yndislegasti Risa Schnauzerinn sem fæðst hefur á Íslandi, að öllum gotum meðtöldum. Ég var bara þeirra heiðurs aðnjótandi að verða fyrir valinu fyrir hana, af öllum kaupendum hvolpanna. Þetta hefur líka með heppni að gera.
Nei, ég get líka þakkað öðrum fyrir þennan árangur, en ég er svo heppin að fóðuraðilinn hans Svala er frábær hundakona, með sterkan og góðan aga á kappanum, og þvílíka þjónustulund að nenna að mæta með hann fyrir mína hönd, bæði í skapgerðarmat og svo á sýninguna. Þar að auki að fara með hann heim á milli atriða, geyma hann í bílnum og sitja sýninguna líka nánast alla til að klára dagskrána. Það er mikil vinna sem aðrir hafa lagt í þetta, alls ekki bara ég. Ég get svo haldið áfram að telja upp vinnuna sem sýnendur mínir hafa lagt á sig með æfingar og æfingabúðir, hvað snyrtirinn er búinn að leggja af mörkum, leiðbeiningar og aðstoð frá hendi ræktandans míns, og svo mætti lengi telja.
Úff, þetta er farið að hljóma eins og þakkarræða fyrir óskarinn!!! Óneitanlega má líkja þessari sælutilfinningu við slíka verðlaunaafhendingu, svei mér þá!! En án allra þessara aðila hefði ekkert af þessum árangri orðið að veruleika, það er lítið sem ekkert mér að þakka. Enda er ég með magann fullan af þakklætistilfinningu gagnvart öllu þessu fólki.
Ég er tiltölulega nýkomin heim úr enn einu vinnukvöldinu. Hef ekki orku í að lesa allar nýjar bloggfærslurnar ykkar vina minna, og sé reyndar ekki fram á að geta það alveg á næstunni, þó að eflaust kem ég til með að stela mér nokkrum klt. til þess næstu vikurnar. Það er nefnilega allt vitlaust að gera í vinnunni minni, marathon í gangi og ég ætla að toppa árangurinn frá mínum besta mánuði til þessa núna í október. En í kvöld er ég búin áðí, ætla að fara tiltölulega "snemma" að sofa, þó að klukkan sé nánast orðin eitt.
Vonandi hafið þið öll það gott elskurnar. Ég reyni að lesa frá ykkur seinna.
Góðanótt og takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.10.2007 | 01:20
Smá mont..............
Nú er mín þreytt og sæl! Dagurinn í dag er búinn að vera annasamur, eða bara síðustu dagarnir. Í morgun var farið á fætur um 7 leytið, ýmislegt græjað fyrir daginn og svo lagt af stað rúmlega níu í bæinn. Ferðinni var heitið í Reiðhöllina í Víðidal á hundasýninguna, með alla hundana. Svali var reyndar í bænum, og fóðuraðilinn hans sá um að koma honum í höllina, þar sem hann var fyrst sýndur í ungum sýnendum.
Chiquita var næst í hringinn, og fékk 1 einkunn og lenti í 4 sæti. Fékk ágætan dóm og erum við sátt. Við munum sennilega ekki sýna hana aftur samt. Þetta er orðið fínt.
Svo var Svali næstur af mínum hundum. Hann var sýndur í meistaraflokki og fékk fyrstu einkunn, íslenskt og alþjóðlegt meistarastig, verðugur meistari og vann rakkana alla.
Svo var komið að Afríkunni minni. Hún fékk fyrstu einkunn, íslenskt og alþjóðlegt meistarastig og varð besti hundur tegundar! Já, hún vann hann Svala, meistarann sjálfan!! Grunaði ekki Gvend, enda gullfalleg og flott stelpa. Það sést ekki að hún hafi eignast hvolp fyrr á árinu, enda var bara um einn að ræða. En ég gæti ekki verið stoltari.
Þau hjónin fóru svo í parakeppni, en unnu ekki.
Síðan brunaði ég beint í vinnu, var að skríða heim, dauðþreytt en sæl yfir deginum. Varð bara að setja inn smá montinnlegg fyrir svefninn. Góða nótt frá mér...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
4.10.2007 | 10:21
Ég fæ krúttkast!!!
What Love means to a 4-8 year old . . . Slow down for three minutes to read this. It is so worth it. Touching words from the mouth of babes.
A group of professional people posed this question to a group of 4 to 8 year-olds, 'What does love mean?' The answers they got were broader and deeper than anyone could have imagined. See what you think:
'When my grandmother got arthritis, she couldn't bend over and paint her toenails anymore. So my grandfather does it for her all the time, even when his hands got arthritis too. That's love.' Rebecca- age 8
'When someone loves you, the way they say your name is different. You just know that your name is safe in their mouth.' Billy - age 4
'Love is when a girl puts on perfume and a boy puts on shaving cologne and they go out and smell each other.' Karl - age 5
'Love is when you go out to eat and give somebody most of your French fries without making them give you any of theirs.' Chrissy - age 6
'Love is what makes you smile when you're tired.' Terri - age 4
'Love is when my mommy makes coffee for my daddy and she takes a sip before giving it to him, to make sure the taste is OK.' Danny - age 7
'Love is when you kiss all the time. Then when you get tired of kissing, you still want to be together and you talk more. My Mommy and Daddy are like that. They look gross when they kiss' Emily - age 8
'Love is what's in the room with you at Christmas if you stop opening presents and listen.' Bobby - age 7 (Wow!)
'If you want to learn to love better, you should start with a friend who you hate,' Nikka - age 6 (we need a few million more Nikka's on this planet)
'Love is when you tell a guy you like his shirt, then he wears it everyday.' Noelle age 7.
'Love is like a little old woman and a little old man who are still friends even after they know each other so well.' Tommy - age 6
'During my piano recital, I was on a stage and I was scared. I looked at all the people watching me and saw my daddy waving and smiling.> He was the only one doing that. I wasn't scared anymore.' Cindy - age 8
'My mommy loves me more than anybody> You don't see anyone else kissing me to sleep at night.' Clare - age 6
'Love is when Mommy gives Daddy the best piece of chicken.' Elaine-age 5
'Love is when Mommy sees Daddy smelly and sweaty and still says he is handsomer than Robert Redford.' Chris - age 7
'Love is when your puppy licks your face even after you left him alone all day.' Mary Ann - age 4
'I know my older sister loves me because she gives me all her old clothes and has to go out and buy new ones.' Lauren - age 4
'When you love somebody, your eyelashes go up and down and little stars come out of you.' (what an image) Karen - age 7
'Love is when Mommy sees Daddy on the toilet and she doesn't think it's gross.' Mark - age 6
'You really shouldn't say 'I love you' unless you mean it. But if you mean it, you should say it a lot. People forget.' Jessica - age 8
Það má kannski bæta einu við sem litli minn tjáði mér um daginn. Málið er að ég er að rembast við að hætta að reykja, tek lyf í von um að það takist loksins. Um daginn spurði minn 6 ára gutti: "Mamma, afhverju byrjaðir þú að reykja?" Ég svaraði: "Ég var bara asni að hafa gert það!". Eftir stutta þögn skreið hann í fangið á mér og tók utan um mömmu sína og sagði: "En mamma, mér finnst þú ekki vera neinn asni". Ég gat ekki varist því að tárast....
And the final one -- Author and lecturer Leo Buscaglia once talked about a contest he was asked to judge. The purpose of the contest was to find the most caring child. The winner was a four year old child whose next door neighbor was an elderly gentleman who had recently lost his wife. Upon seeing the man cry, the little boy went into the old gentleman's yard, climbed onto his lap, and just sat there. When his Mother asked what he had said to the neighbor, the little boy said, 'Nothing, I just helped him cry'
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.10.2007 | 00:44
Gredduraunir II, já og gleði.....
Því miður skánar ástandið ekkert hér á bæ, þrátt fyrir að komast að því í dag að það er bara ein tíkin að lóða núna . Um helgina var góður vinur og vanur hundamaður í heimsókn, sem þóttist taka eftir því að Afríka væri líka að lóða. Það var gripið í lausu lofti og þar var fundin skýringin á hegðun rakkans gagnvart henni. Því miður, eða sem betur fer er svo í rauninni ekki. Chiquita er ein um að lóða í augnablikinu og ætlar að gera það ört eða a.m.k. 3x á ári.
Nógu slæmt er það samt, þar sem Svali lætur eins og kynlífssveltur bavíani!! Hann er búinn að slá gleraugun af andlitinu á mér allavega 5x í kvöld, æsingurinn og væntumþykjan er svo mikil. Hann er að reyna allt sem hann getur til að fá að fara inn til litlu tíkurinnar að sinna henni, knúsar mig, vælir og reynir að leiða mig að hurðinni. Því núna er það Chiquita sem er lokuð inni í herbergi, ekki hann. En mamma er skilningsvana og fattar ekki brýnu nauðsynina í að hann sinni henni strax og það STRAX!!!!
Nei nei, mamma er svo skilningsvana að hún er búin að fara með Chiquitu á tvö stefnumót, með yndislegum, myndarlegum, reffilegum, meistaralegum, MÍNÍ Schnauzer rakka. Með áherslu á míní. Ekki Giant! Jiminn eini hvað tíkin var glöð!! Rakkinn var sjéntilmenni við hana, elti hana á röndum, og sinnti henni hratt og örugglega. Vonandi heppnaðist þetta allt saman og núna loksins get ég sagt að ég hafi verið viðstödd "alvöru" hundapörun. Tíkin var eins og kötturinn sem hreppti rjómann og er sátt við að fá að lúlla hjá litla kút í nótt.
Ég á hinsvegar ekki von á því að fá neinn svefnfrið í nótt, en karlinn er búinn að lofa að taka tíkina með í vinnuna á morgun, svo að lyktin fari og að rakkinn hvílist eitthvað. Vonandi blessast þetta fram að sýningu, en mér stendur ekki á sama hversu hratt rakkinn grennist og eru mjaðmabeinin hans alltof "beinaber" fyrir minn smekk. Annars er hætt við að Afríka vinni rakkann á þessari sýningu, enda gullfalleg stelpan og sjarmatröll.
Jæja, best að reyna að fara að sofa.
Goognight skleeptight
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.10.2007 | 08:50
Gredduraunir............
Það er ekki að spyrja að því, þegar lóðastandið er annarsvegar. Málið er það að Svali minn, sem var í pössun annarsstaðar, er hjá okkur vegna lóðatíkur hjá fóðuraðilanum. Bara eðlilegur gangur mála þar sem ekki á að hefja framleiðslu á "Schnauffer" hvolpum. En þá þurfti Chiquita mín að byrja að lóða líka, og er hún eins gröð og hugsast getur fyrir svona lítinn kropp. Ekki nóg með það, þá byrjaði Afríka líka að lóða núna um helgina og greyið rakkinn eirir sér engan frið! Hann vælir og engist um í greddu og von, sperrir sig og er voða vinalegur við Afríku sína, gerir sig breiðan og sterklegan, dillar skottinu í gríð og erg og má alls ekki af tíkinni sjá. Afríka hins vegar urrar bara á hann, geltir og bítur hann af sér og hefur ekki undan því.
Friðurinn er úti! Ég fékk engan svefnfrið í nótt. Það þýðir lítið sem ekkert að aðskilja þau, því hann reynir bara að éta sig í gegn um hurðar og gereft. Vælir og spangólar og lætur öllum illum látum. Mestar hef ég áhyggjur af heilsu og holdafari rakkans, þar sem hann er grannur fyrir og núna sefur hann ekki, hvílist ekki og nærist ekki vegna greddu. Sýning þar að auki næstu helgi. Þetta lítur ekki vel út. Það liggur við að ég hætti við að sýna þau öll! Í dag er sýningarsnyrting á stofu fyrir þau öll, og ég veit ekki hvernig ég á að geta lokað þau inni í lítinn bíl, öll saman, til að fara þangað. Úff, þetta verður skrautlegt. Hvernig ætli það verði þegar að sýningunni kemur?....
Í fyrrakvöld var ég að reyta og snyrta þau til klukkan 4 um morguninn og komin með tilheyrandi blöðrur og alles fyrir vikið. Núna þarf bara að sýningarfínisera þau og hef ég örugglega sparað mér dágóðan skildinginn með því að vinna mestu vinnuna sjálf.
Litli sjálfstæðismaðurinn minn missti sína fyrstu tönn um helgina og fékk tannálfinn í fyrsta sinn í heimsókn. Sá var ánægður með peninginn sem hann fékk fyrir tönnina og setti rakleitt í baukinn sinn. Núna sýnir hann öllum sem vilja sjá hvernig hægt er að stinga tungunni í gatið í neðri góm.
Jæja, ég ætla að gera heiðarlegu tilraun nr. 10, til að leggja mig, því ég þarf að fara á fund á eftir.
Wish me luck!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar