13.1.2010 | 07:38
Flott mál þetta...
Björgunarsveitarmenn á leið til Haítí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2010 | 15:51
Breyting á linknum að fréttinni hjá BBC
Vildi bara leiðrétta linkinn sem gefinn er upp í fréttinni, hann hefur breyst og ég þurfti að leita að henni að nýju til að geta lesið upprunalegu útgáfuna. Linkurinn er kominn hingað: http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/8448286.stm
Annars er þetta góð og réttlát grein. Mér að vísu finnst vanta allavega einn einstakling sem er að glíma við atvinnuleysi, húsnæðismissi og tilheyrandi beinar afleiðingar af hruninu.....þetta fólk virðist allavega enn hafa það bara ágætt.
BBC ræðir við Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2010 | 09:08
Batnandi tímar framundan...vonandi...
Þar sem ég er búin að dusta rykið af bloggsíðunni minni og farin að gera eitthvað í þeim efnum á ný, ætli það sé ekki gott mál að koma með uppfærslu á hlutunum frá því síðast þegar ég bloggaði...ehemm fyrir alvöru, svona rúmt ár.
Síðastliðið ár hefur verið þungt á þessu heimili. Atvinnuleysi, peningaleysi, úrræðaleysi og vonleysi hafa alveg bankað uppá hér, og sumir eru hér enn í heimsókn. En það er samt þannig að við berjumst í bökkum og gefumst ekki upp þó að á móti blási, erum ekki flúin land og erum hér enn.
Í sjálfsbjargarviðleitni minni bjó ég til minn eigin sýningartaum fyrir hundana mína, þegar afmælissýningin HRFÍ var haldin í ágúst s.l. Þar sem ég neyddist sjálf inn í sýningarhringinn, aldrei þessu vant. Sú viðleitni vatt upp á sig og í allt haust hef ég unnið að því að þróa tauminn, læra að stofna fyrirtæki, markaðsfræði, sækja um styrki, mæta á fyrirlestra og í frumkvöðlastuðning og svo framvegis... Þetta er afar stutt lýsing en mikil vinna er að baki og vonandi verður árangurinn sýnilegur bara rétt bráðum. Það sem hefur áunnist er skráning vörumerkisins "Handlers", skráning fyrirtækisins "Handlers", sækja um Einkaleyfi líka fyrir handfanginu á taumnum og margt fleira. Svo er meðeigandi komin inn í þetta með mér og er það mjög viðeigandi að hún er "handlerinn minn" eða sýnandi minn og snyrtir Dóra Ásgeirsdóttir. Saman getum við gert ýmislegt held ég. Við erum að fínpússa smáatriði í hönnuninni núna ásamt því að gera formlega vöruprófun, hanna vefsíðuna og stefnum á opinn markað bara í þessum mánuði, helst. Þannig að vonandi er sjálfsbjargarviðleitnin mín ekki bara mér til hjálpar heldur líka fleirum, hvort sem um er að ræða atvinnu í framtíðinni, eða þægilegra að sýna hundinn sinn á sýningum út um allan heim......Fyrirtækið stefnir að mestu á útflutning sem er landinu líka vonandi til góða.
Ýmislegt er við það sama hjá mér, ég er enn í hundunum, reyndar er von á Dverg Schnauzer goti hjá mér í lok þessa mánaðar. Ef allt gengur að óskum þá verður draumur minn að veruleika að lifa, vinna og hrærast með áhugamáli mínu í fyrirrúmi - hundunum.
Mamma er enn ekki komin í hinstu hvílu, bíður í duftkeri í Fossvoginum eftir efnum og aðstæðum til að fara með þá athöfn til Vestmannaeyja...
Elsti sonurinn er atvinnulaus....miðjusonurinn í skóla og vinnur með í Bónus....litli sjálfstæðismaðurinn minn er orðinn 9 ára, með enn meiri hundadellu en áður, stamar eins og herforingi (áhyggjuefni sem verið er að vinna í) en talar reiprennandi við hundana eins og ekkert sé...Kærastinn er atvinnulaus síðan í júní 2009, bótalaus líka og við lifum á loftinu - eða svona næstum því.
Það er ekki að undra þó að ég þurfi ríflegan skammt af sjálfsbjargarviðleitni þessi misserin, en ég nenni ekki að væla og vola og láta vorkenna okkur, það er sennilegast alls ekki erfitt að finna fólk hér á landi sem hefur það miklu meira skítt en við. Málið er að vinna að lausnum, markvisst og gefast ekki upp. Að því vinn ég.
Undanfarið ár hef ég ekki haft andagift til að blogga hér. Missirinn af mömmu tók sinn toll síðan um jólin 2008 og langt fram á árið 2009. Síðan þessi tilverubarátta og atvinnuleysið, ráðaleysi og úrræðaleysið í bönkunum og svo leitin að lausnum sem erfitt er að finna þessa dagana. En hræringarnar undanfarið, synjun forsetans á Icesave lögunum t.d. hafa hrist upp í mér og ég held að þessi fjölskylda er í raun á barmi þess að snúa við blaðinu til hins betra...von mín er allavega sú, hvort sem það stenst eða ekki, kemur bara í ljós. En ég held samt að þetta muni taka tíma áfram, ekkert gerist sjálfkrafa, vinnan heldur áfram...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010 | 01:35
Eva Joly to the rescue!
I just had to applaud for this lady. She rocks!!
Sorry for converting to writing in English. I have an ulterior motive these days and need the practise. I just hope that all this comotion about the referendum results in more favorable terms for Iceland. There is still hope and that matters!!
Joly harðorð í garð Hollendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2010 | 10:47
Damned if we do - damned if we don't....a small saga.
Due to recent events, I have been trying to wrap my brain around all this mess we are facing these days. I may be childish and naive as I do not quite understand the international monetary business of this world, let alone politics! So in order to attempt to understand what is happening, I simplified it all and came up with a small story about a small family run icecream business in Wales......This is a very simple version of how I understand the situation:
Once upon a time there was a farmer that in his spare time made the best icecream in Wales. His icecream was so delicious that he was famed all through out the land and people came from far away places just to get a taste. Shops started to order the icecream and before long business men approached the farmer that wanted to open up subsidiaries in other places in the United Kingdom based on his recipe. The farmer agreed to sell rights to his icecream and a few small manufacturers were opened up before long. One in Aberdeen and another in Manchester. They produced the farmers recipe and sold a lot of icecream in their regions. But the business men became a little greedy and devised a new recipe for a new type of icecream even more delicious. They started mass producing the icecream and sold a lot of it in their home counties. The farmer was not a part of this new recipe and had nothing to do with it.
However, one day a batch of the icecream got contaminated, the milk and cream from a local health authority approved source (totally seperate from the farmers source) was traced to be the culprit and many people got seriously ill as a result. Both subsidiaries in Manchester and Aberdeen were shut down immediately and the poor farmers icecream business too as a result.
But the matter was still unresolved. People that suffered from the tainted icecream needed to be compensated but the health authorities that should have been awake and monitoring the local food sources didn't want to accept the blame. They blamed the farmer and his local health authority as they were monitoring him. As a small county in the UK the Welsh health authority tried to promote peace and participate in accepting accountability even though they had no jurisdiction in the regions from where the contaminated ingredients where sourced, based on the origins of the icecream company on the whole. The other health authorities, recognising their victory in passing the blame, used that fact to demand the compensation to be paid by the Welsh authorities. The Welsh council as a result faced a huge debt to the other counties involved to the tune of 40.000 pounds per family in Wales. The UK government stepped in and sided with Manchester and Aberdeen and threatened to cut off all ties to Wales, stop all other business with Wales and isolate the county from the rest of the UK, if they did not pay. Businesses went bankrupt, people lost their jobs and livelyhood. The local council was pinned between a rock and a hard place, damned if they paid the debt, damned if they didn't....The UK government was adamant in it's claim and forced the authorities to agree to a repayment scheme that would continue to make life really hard for all the families in Wales for many years to come. The council only agreed to this scheme because the option not to would mean even more hardship for everyone in the region....everyone that did not have anything to do with the icecream business......
Then the mayor stepped in and refused to sign confirmation on this scheme and decided to let the people of Wales vote on the matter.....vote on how to pay the compensation back, not whether, as the local health authority had already asumed responsibility........there still was not much choice in the matter
To be continued........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2009 | 01:07
Hvolpaskott.........!!!
Já, það er líf og fjör á heimilinu þessa dagana, verð að viðurkenna það. Hér eru hvolpaskott en Chiquita gaut 3 hvolpum þann 12/11 '08 sl. Ég verð að skrá það í sögubækurnar, því þetta eru einstaklega ljúfir og skemmtilegir hvolpar, Dvergschnauzer að sjálfsögðu. Svona voru þau rétt eftir fæðingu, en rakkinn í miðjunni er af litaafbrigðinu pipar og salt.Sem sést ekki mikið á myndum á þessu stigi allavega. Hin tvö eru svört eins og mamma sín.
Þar sem þetta er "C" got og ég hef ákveðið að nefna hvolpa eftir gotum í stafrófsröð. Þá hafa þau hlotið nöfnin: Tröllatrúar Champion Forerunner, Tröllatrúar Chili Charmer, og Tröllatrúar Celebration Queen. Þau eru hvoru öðru fallegra, öll með sinn sjarma og eiginleika.
Champ - eða Bimbó eins og við köllum hann er bangsakrútt. Stærstur í hópnum, fæddist fyrstur og algjör ljúflingur. Það er virkilega gaman að fylgjast með honum hasast við systkini sín, svona stærstur í hópnum, en svo mikill bangsi með flotta byggingu og massa og fallegar hreyfingar.
Hér er hann ásamt systur sinni henni Tröllatrúar Celebration Queen, eða Celenu (Selína). Hún er minnst í gotinu, algjör dama, ljúf og yndisleg, en gefur bræðrum sínum ekkert eftir samt. Svarar fyrir sig og sækir í leikinn, svo framarlega sem hún er að nenna þessu. Hún er blíð og góð, smá og nett og algjör prinsessa.
Hérna eru Chiquita og hvolparnir á hvolpasvæðinu sínu, og Fríða Feykirófa er þarna líka. Voða fjör. Hinar tíkurnar hafa fengið að taka fullan þátt í þessu öllu saman og það er búið að þýða að það er rúmlega tík á hvolpinn í uppeldisfræðilegum skilningi. Þau eru aldeilis búin að fá að læra hundamál og siði, goggunarröð og hópleik og margt fleira. Mikið er líka búið að gera til að umhverfisvenja þessa hvolpa, mismunandi gólfefni, útivist, bleyta, börn og gestagangur, og ég gæti talið lengi upp.
Síðast en alls ekki sístur er hann Tröllatrúar Chili Charmer - Gutti
Hann er lofaður í gotinu, en fer ekki langt, nei það má ekki skoh! Hann fer til yndislegrar fjölskyldu í Grindavík og ég gæti held ég ekki verið heppnari með hana. Gutti er af litaafbrigðinu pipar og salt og virkar mjög lofandi hvað byggingu og skap varðar. Feldurinn er svolítið óskrifað blað, þó að hann lofi virkilega góðu. Piprið er bara svo lengi að myndast að við getum ekki dæmt litinn hans, að gæðastaðli, fyrr en miklu seinna, þó nokkra mánuði. Kemur í ljós. Gutti er Grallari, með stóru "G". Gjörsamlega hamingjusamur, uppátækjasamur, hress og ákveðinn lítill Gutti. Hann er fljótur að læra og hugsa og ég held að hann sé bara (þó ég segi það sjálf) virkilega vel gerður hvolpur, eins og reyndar þau öll. Pabbi þessa gots er heldur ekki af verri endanum, en hann heitir fullu nafni: Denethor King of Dolina Rivendell, kallaður Denni Dæmalausi, en ljúfari, heilsteyptari, fallegri meistara er erfitt að finna. Ég kolféll fyrir honum þá daga sem ég fékk að hafa hann hjá okkur. Hann var ekki með rakkastæla, engan yfirgang, hann var opinn og skemmtilegur og fannst virkilega gaman að fá athygli og leik. Samt var hann rólegur og kunni sig, var sjéntilmaður við Chiquitu og gekk hreint til verks. Það var erfitt að skila honum. Hér er hann ásamt fríðu föruneyti á Garðheimasýningunni í haust. Og að sjálfsögðu mamman líka hér í rauða gallanum sínum.
Svo ætla ég að kaffæra ykkur í myndum af hvolpunum, allavega myndum, sofandi, standandi, ullandi.................................... Jæja veskú, hér kemur myndaflóðið. Við erum að leita að tilvonandi heimilum þessa dagana, þannig að ef ykkur langar til að skoða, endilega verið í bandi. Ég ætla svo að vera duglegri að blogga, svona hvað úr hverju.....það er nefnilega ýmislegt í bígerð, sumt sem er bara virkilega spennandi........virkilega spennandi............virkilega spennandi...........mæli með að þið fylgist með hér......LOL Sjáumst og já, Gleðilegt ár allir saman, ekki gleyma að kvitta fyrir komunni......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.12.2008 | 00:29
Gleðileg jól.............
Þegar ég fór á fætur í morgun, beið mín ýmis verkefni. Ferð á pósthús og með síðustu jólakortin, tiltekt og eldamennska. Tíminn hefur verið fljótur að líða, einum of fljótur á köflum og hef ég verið of upptekin til að senda jólaóskir á netinu eða sms.
En þegar ég tók mér stutta pásu og kíkti í tölvuna beið mín skemmtileg kveðja og mynd með, frá einum útvöldum..........Hér er myndin:
Ég hló dátt, og kom þetta brosi af stað hjá mér í dag, sem hefur ekki horfið enn. Við fjölskyldan erum búin að hafa það yndislegt í dag. Góður matur, yndislegar stundir og þó að gjafaflóðið hefur yfirleitt verið miklu meira áður fyrr, þá var þetta bara yndisleg stund. Ég er búin að sofa miklu meira en í langan tíma og mér líður bara vel. Þessi svefn er búinn að vera dýrmætur, þar sem í langan tíma hef ég ekki náð almennilegri hvíld, ýmist vegna anna og svo vegna álags og síðast vegna mömmu. En það er allt búið núna vonandi. Breyttir tímar bara og það snöggt.
Ég er bjartsýn í dag, á góða fjölskyldu, yndislega hunda og frábæra vini. Ég vona svo innilega að allir hafi átt yndisleg jól. Og vil ég óska öllum vinum, bloggvinum og öllum nær og fjær árs og friðar. Gleðilega hátið!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.12.2008 | 08:55
Mamma............
Þar sem ég get ómögulega sofið, er bara andvaka og nú er dagur runninn upp á ný, held ég að ég verði hreinlega að skrifa aðeins um það sem brennur mest á mér þessa dagana. Í dag er stóri dagurinn, þannig séð, því í dag verður mamma mín jarðsungin. Mamma mín var yndisleg kona, opin, hlý, skilningsrík, fordómalaus, frábær hlustandi, mjög listræn og hæfileikarík, með frábæran húmor, bráðgáfuð og full stuðnings og jákvæðni að eðlisfari. Hún var líka listakokkur, dýraunnandi, sá alltaf það góða í fólki og vildi öllum vel. Þannig var hún bara.
En mamma átti ekki sjö dagana sæla, og þjáningin sem hún fékk að lifa myndi ég ekki óska upp á neinn, ekki minn versta óvin meira að segja. Ég ætla ekki að rekja sjúkrasögu hennar hér, það væri sennilega fljótlegra að telja upp það sem ekki hrjáði hana, heldur en hitt. Enda mikið búið að ganga á í hennar heilsufari í gegn um tíðina. Ef að mamma mín hefði verið hundur hefði hún sennilega verið svæfð, af mannúðarástæðum, ekki vegna þess að við vildum losna við hana, fyrir allavega 25-30 árum. Enginn myndi vilja leggja svona þjáningar á nokkra lifandi veru og láta hana draga fram lífið í marga tugi ára í því ástandi, með enga von um bata. En hún átti samt skárri tímabil inn á milli. Það versta sem mamma mín þekkti var að liggja inni á spítala og geta ekkert gert. Hún endaði því oft á því að verða allt í einu komin í hlutverk spákonu deildarinnar eða að vinna í þýðingarverkefnum fyrir aðra á meðan hún lá inni. Bara til að dreifa huganum og hafa eitthvað fyrir stafni - því ekki vildi hún velta sér upp úr sínu eigin ástandi. Mamma vildi heldur ekki vera byrði, ekki á neinn. Henni þótti vænt um að geta hjálpað eða orðið að gagni og þetta stytti henni stundirnar líka.
En lífið fór ekki með mömmu mína mjúkum höndum, því miður. Sárast þótti mér í gegn um tíðina að vera áhorfandi á kvalir hennar og geta ekkert, nákvæmlega ekkert gert til að lina hennar kvöl og læknað hana, þó ekki væri nema að einhverju leyti. Peningagjöf eða viðvik læknaði ekki neitt, hjálpaði kannski smá, þann daginn, en gerði í raun lítið sem ekkert betra fyrir hana. Hún lifði samt áfram í kvöl, þó að hún léti eins lítið á því bera og hún gat, því hún vissi að ekkert væri hægt að gera og hún vildi ekki að við vissum að fullu hvað hún leið. Úff..erfitt að útskýra þetta. En í gegn um árin, eftir því hvað henni versnaði og við bættust sjúkdómar ofan á hina, þá var sárt að horfa upp á að hún missti eitt af öðru alla getu til að njóta neins. Þegar heilablóðfall varð þess valdandi að sjónin hennar eyðilagðist, (hún sá allt tvöfalt og ekki hægt að laga það) var sárt að sjá að hún gat ekki lengur föndrað, saumað eða lesið sér til dægrastyttingar. Þetta er bara eitt dæmi, en smátt og smátt tók heilsuleysið frá henni allt sem við hin teljum sem sjálfsagðan hlut. Undanfarin ár hefur mamma mín ekki getað hreyft sig, staðið upprétt, ekki getað borðað án þess að líða kvalir, ekki kúkað á eðlilegan máta, og undanfarin ár ekki andað heldur eða farið neitt án aðstoðar, ekki einu sinni baðað sig sjálf án aðstoðar. Lífið hennar gekk út á að taka lyf við hinu og þessu, lyf við aukaverkunum á lyfjunum, blóðmælingar og lyf til að hafa stjórn á líkamsstarfseminni, bara til að lifa þennan dag, einn dag í einu. Hún var með súrefni 24/7 og komst ekki neitt ein og óstudd. Þessi yndislega kona og fagra sál var föst í eymdinni, þó hún hafi alla tíð gert sitt besta og ekki viljað þurfa neitt frá neinum.
Varð hún bráðkvödd um daginn, ein heima 62 ára gömul, og verður því jarðsungin í dag í kyrrþey. Hún hefði ekki viljað skyggja á jólin fyrir neinum sem henni þótti vænt um og ég veit að hún vilji að við njótum jólanna, eins og ekkert hefði í skorist, þrátt fyrir allt þó að núna sé stórt skarð skilið eftir sem enginn getur fyllt. Ég er full sorgar og söknuðar í dag, og þessa dagana. Mamma var best og brosti í gegn um tárin og bar harm sinn í hljóði. En ég ætla að leyfa mér að horfa á björtu hliðarnar samt og ætla að halda yndisleg jól með fjölskyldu minni þrátt fyrir allt. Mamma vill hafa það þannig. Hún er núna laus úr viðjum þjáningarinnar, verkjalaus, getur hlaupið um frjáls, andað án nauðar og flogið eins og henni lystir. Núna getur hún verið glöð. Við ætlum að heiðra minningu hennar með því að halda ótrautt áfram, njóta lífsins og hlæja og vera góð við hvort annað. Þannig vill hún hafa það. Í sumar munum við svo leggja hana til hinstu hvílu, í leiðinu hjá ömmu og afa á heimaslóðum þeirra. Hún hvílir ekki annarsstaðar í friði, nema þar.
Anda inn - anda út. Ég er núna búin að pústa smá. Já, ég er á lífi, er ekki farin endanlega, en hef haft mjög mikið að gera í haust og inn á milli í öllum kreppufréttunum hef ég verið andlaus að blogga. Eflaust mun ég taka upp þráðinn á ný núna, sé til. Ég ætla þó að taka það rólega yfir hátíðarnar og hugsa bara um fjölskylduna, hundana og hvolpana á heimilinu. Hér er aldrei logn, svo mikið er víst - nóg að gera. Hafið það gott elskurnar og gleðilega hátíð... Set inn myndir af hvolpunum og litla sjálfstæðismanninum mínum með Fríðu Feykirófu hér:
Bloggar | Breytt 25.12.2008 kl. 03:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2008 | 14:48
Hristum upp í Trygg........
Þar má sjá hverju samtökin hafa unnið að áður og skoða síðari af tveimur könnunum sem gerð var árið 2005. Við stefnum nú á að gera nýja könnun í haust, og til að byrja með, búa til T-bollur Tryggs til styrktar samtökunum.
En könnunin er ekki það eina sem samtökin vilja standa að. Við viljum meiri fræðslu, meiri skemmtilegheit líka, beita okkur fyrir dýravernd og líka fyrir aðgengi blindra og fatlaðra með sína hunda. Það er líka velkomið að koma með tillögur, bjóða sig fram í ákveðin verkefni eða í stjórn. Við viljum fá sem flesta til liðs við okkur og langar virkilega að byggja upp öflug samtök sem ná árangri og samstöðu í hundaheiminum.
Ljóst er að svona verkefni kosta peninga líka. Þessvegna skiptir svo miklu máli að hundaeigendur sýni samstöðu í verki, þó það sé ekki nema með því að skrá sig og greiða 1000 kr til styrktar samtökunum. Allir njóta góðs af því þegar til lengdar lætur. Þannig að ég vil hvetja alla að kíkja inn á síðuna okkar og skrá sig sem fyrst.
Skráningar og félagsgjald er kr. 1000 fyrir árið. Lágmarksaldur er 18 ár.
Reikningsnúmerið hjá Tryggi er: 0303-13-700459 og kennitalan er: 581004-4190
Nú látum við hendur standa fram úr ermum! Allir nýjir og gamlir meðlimir endilega að skrá sig á blogginu okkar. Ekki væri verra að fá tillögur um þau málefni sem mest brenna á hjá hundaeigendum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.8.2008 | 12:12
Hugmyndir óskast....?
Já, enn er rólegt í tíðinni hjá mér, og ég er að reyna að njóta þess á meðan rólegheitin standa yfir. Mig langar að efla reynslu mína í matreiðslunni og prufa hluti sem ég hef ekki gert áður. Í gærkvöldi gerði ég heiðarlega tilraun til að búa til "sykurminni" berjasultu. Hún bragðast vel, en er þunn og það vantar pektínið í hana, enda gerð úr frosnum berjum og engir stilkar eða blöð með í henni.
Mig langar í rifs, og prófa að búa til rifsberjahlaup í ár. Rababara líka og bláber. Ef þið þekkið einhvern sem er með of mikið magn af þessum ávöxtum, endilega að láta vita.
Svo vantar mig hugmyndir að réttum sem eru úr grænkáli. Litli sjálfstæðismaðurinn minn kom heim með uppskeru af rófum og grænkáli í gær. Ég fékk einn salathaus líka og steinselju. En mikið af grænkáli. Eigið þið góðar uppskriftir fyrir þetta? Mig langar að nýta þetta, ekki að það skemmist og því verði hent.
Fríða Feykirófa er öll að koma til, er búin að þyngjast um 127 gr síðan hún kom til okkar og er bara kát og ber nafn með rentu. Að vísu er hún svolítið frek að fá að lúlla í fanginu á manni, þannig að áðan kallaði ég hana Fríðu Feykifrekjurófu. En hún er svo mikið krútt að henni er nánast fyrirgefið fyrirfram. Ég er bara að herða skrápinn og leyfi henni ekki að komast upp með þetta. Við eigum alveg sökina á þessu, þar sem hún er svo lítil að okkar viðbrögð voru að vernda hana til hins ítrasta. Ég held að það sé alveg eðlilegt, sérstaklega til að byrja með. En ég á að vita betur og ætla að taka á þessu strax. Hún verður ekki töskuhundur, svo mikið er víst.
Jæja, best að fara að gera eitthvað. Knús á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar