Batnandi tímar framundan...vonandi...

Þar sem ég er búin að dusta rykið af bloggsíðunni minni og farin að gera eitthvað í þeim efnum á ný, ætli það sé ekki gott mál að koma með uppfærslu á hlutunum frá því síðast þegar ég bloggaði...ehemm fyrir alvöru, svona rúmt ár.

Síðastliðið ár hefur verið þungt á þessu heimili. Atvinnuleysi, peningaleysi, úrræðaleysi og vonleysi hafa alveg bankað uppá hér, og sumir eru hér enn í heimsókn. En það er samt þannig að við berjumst í bökkum og gefumst ekki upp þó að á móti blási, erum ekki flúin land og erum hér enn.

Í sjálfsbjargarviðleitni minni bjó ég til minn eigin sýningartaum fyrir hundana mína, þegar afmælissýningin HRFÍ var haldin í ágúst s.l. Þar sem ég neyddist sjálf inn í sýningarhringinn, aldrei þessu vant. Sú viðleitni vatt upp á sig og í allt haust hef ég unnið að því að þróa tauminn, læra að stofna fyrirtæki, markaðsfræði, sækja um styrki, mæta á fyrirlestra og í frumkvöðlastuðning og svo framvegis... Þetta er afar stutt lýsing en mikil vinna er að baki og vonandi verður árangurinn sýnilegur bara rétt bráðum. Það sem hefur áunnist er skráning vörumerkisins "Handlers", skráning fyrirtækisins "Handlers", sækja um Einkaleyfi líka fyrir handfanginu á taumnum og margt fleira. Svo er meðeigandi komin inn í þetta með mér og er það mjög viðeigandi að hún er "handlerinn minn" eða sýnandi minn og snyrtir Dóra Ásgeirsdóttir. Saman getum við gert ýmislegt held ég. Við erum að fínpússa smáatriði í hönnuninni núna ásamt því að gera formlega vöruprófun, hanna vefsíðuna og stefnum á opinn markað bara í þessum mánuði, helst. Þannig að vonandi er sjálfsbjargarviðleitnin mín ekki bara mér til hjálpar heldur líka fleirum, hvort sem um er að ræða atvinnu í framtíðinni, eða þægilegra að sýna hundinn sinn á sýningum út um allan heim......Fyrirtækið stefnir að mestu á útflutning sem er landinu líka vonandi til góða.

Ýmislegt er við það sama hjá mér, ég er enn í hundunum, reyndar er von á Dverg Schnauzer goti hjá mér í lok þessa mánaðar. Ef allt gengur að óskum þá verður draumur minn að veruleika að lifa, vinna og hrærast með áhugamáli mínu í fyrirrúmi - hundunum.

Mamma er enn ekki komin í hinstu hvílu, bíður í duftkeri í Fossvoginum eftir efnum og aðstæðum til að fara með þá athöfn til Vestmannaeyja...

Elsti sonurinn er atvinnulaus....miðjusonurinn í skóla og vinnur með í Bónus....litli sjálfstæðismaðurinn minn er orðinn 9 ára, með enn meiri hundadellu en áður, stamar eins og herforingi (áhyggjuefni sem verið er að vinna í) en talar reiprennandi við hundana eins og ekkert sé...Kærastinn er atvinnulaus síðan í júní 2009, bótalaus líka og við lifum á loftinu - eða svona næstum því.

Það er ekki að undra þó að ég þurfi ríflegan skammt af sjálfsbjargarviðleitni þessi misserin, en ég nenni ekki að væla og vola og láta vorkenna okkur, það er sennilegast alls ekki erfitt að finna fólk hér á landi sem hefur það miklu meira skítt en við. Málið er að vinna að lausnum, markvisst og gefast ekki upp. Að því vinn ég.

Undanfarið ár hef ég ekki haft andagift til að blogga hér. Missirinn af mömmu tók sinn toll síðan um jólin 2008 og langt fram á árið 2009. Síðan þessi tilverubarátta og atvinnuleysið, ráðaleysi og úrræðaleysið í bönkunum og svo leitin að lausnum sem erfitt er að finna þessa dagana. En hræringarnar undanfarið, synjun forsetans á Icesave lögunum t.d. hafa hrist upp í mér og ég held að  þessi fjölskylda er í raun á barmi þess að snúa við blaðinu til hins betra...von mín er allavega sú, hvort sem það stenst eða ekki, kemur bara í ljós. En ég held samt að þetta muni taka tíma áfram, ekkert gerist sjálfkrafa, vinnan heldur áfram...

 Gleðileg jól 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband